Um okkur

Við erum SRX

SRX er fyrirtæki sem starfar á síkvikum alþjóðamarkaði og hefur að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu til sinna viðskiptavina.

Fyrirtækið býr yfir öflugu tengslaneti og er með samstarfsaðila um heim allan, sem tryggir aðgengi að fjölda þekkra vörumerkja. Öflugt dreifikerfi fyrirtækisins eykur hraða og sveigjanleika þegar kemur að því að flytja vörur á milli landa.

Fyrirtækið leggur áherslu á fjölbreytt úrval ýmissa raftækja og farsíma, má þar nefna rafmagnshlaupahjól, spjaldtölvur, snjallúr, heilsuvörur, netvörur, sjónvarpsbox, ryksugur, hátalara og grill.

Gildi fyrirtækisins eru traust og áreiðanleg þjónusta, þar sem ekkert er ómögulegt.

  • Axel Thorarensen – Verkstæðisformaður
  • Birgir Ólafsson – Innkaupastjóri
  • Daði Andersen – Sölustjóri
  • Eydís Ýr Rosenkjær – Skrifstofustjóri
  • Guðmundur Snorri Sigurðarson – Lagerstjóri
  • Hafþór Gísli Hafþórsson – Starfsmaður á verkstæði
  • Kjartan Örn Sigurðsson – Framkvæmdastjóri
  • Ólafur Th. Viðarsson – Flotastjóri

Stjórn

Hér má sjá stjórn SRX ehf.

kjartan sigurdsson2

Kjartan Örn Sigurðsson

CEO / Board of Directors

Kjartan er þaulreyndur á sviði alþjóðaviðskipta, jafnt fyrirtækjaviðskiptum sem þjónustu við viðskiptavini og er sérfræðingur á sviði smásölu.
Hann er framkvæmdastjóri inn- og útflutningsfyrirtækisins SRX ehf. og Verslanagreiningar ehf., greiningarfyrirtækis á sviði smásölu.
Áður var hann forstjóri Egilsson hf., framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Strax Europe og markaðsstjóri BL.
Kjartan á sæti í stjórn SVÞ, og hefur m.a. setið í stjórnum Skeljungs, Strætó bs. og Samtaka atvinnulífsins.

ingvi tyr tomasson

Ingvi Týr Tómasson

Board of Directors

Ingvi hefur víðtæka reynslu af stofnun og rekstri nýsköpunarfyrirtækja.
Hann er stofnandi, stjórnarmaður og hluti af framkvæmdastjórn Strax Europe.
Jafnframt er hann stjórnarformaður og eigandi Tommaborgara (Tommi‘s Burger Joint), keðju matsölustaða í Evrópu með starfsemi í fjórum löndum.

gudmundur palmason

Guðmundur Pálmason

Chairman

Guðmundur er með víðtæka reynslu úr alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, þróun nýsköpunarfyrirtækja og af alþjóðasamningum.
Hann er forstjóri Strax AP, skráðu fyrirtæki sem er þriðji stærsti framleiðandi farsímafylgihluta í Evrópu.
Jafnframt á Guðmundur sæti í stjórn sænska heilbrigðisvörufyrirtækisins Enzymatica AB.
Áður var Guðmundur stjórnarformaður Zymetech ehf. og varamaður í stjórn MP banka (Kviku banka).